API tengingar & sjálfvirkni sem spara tíma og fyrirhöfn


Við tengjum kerfin saman þannig að gögn flæða sjálfkrafa á milli – bókhald, sölukerfi, launakerfi, vefverslanir og sérlausnir. Minni handavinna, færri villur og betri yfirsýn.

Hvort sem þú þarft að tengja núverandi kerfi eða byggja nýtt gagnaflæði frá grunni, hjálpum við þér að hanna og innleiða lausn sem hentar þínum rekstri.

Af hverju API tengingar?


API tengingar gera það mögulegt að láta kerfin vinna saman í stað þess að starfsmenn þurfi að færa sömu gögnin inn aftur og aftur á mismunandi stöðum. Með réttri uppsetningu færðu meira úr núverandi lausnum án þess að þurfa að skipta um kerfi.

  • Minni handavinna – færri Excel-skjöl og minni tvískráning.
  • Færri villur – gögn flytjast sjálfkrafa á milli kerfa með samræmdum reglum.
  • Betri yfirsýn – nýjustu upplýsingar um sölu, birgðir og rekstur á einum stað.
  • Sveigjanleiki – auðveldara að bæta við nýjum lausnum og þjónustum án þess að brjóta það sem fyrir er.
  • Skalaleiki – kerfin geta stækkað með rekstrinum og unnið meira án þess að kostnaður í handavinnu springi upp.

Hvað tengjum við?


Við vinnum með helstu bókhalds- og rekstrarkerfi á Íslandi og tengjum þau við vefi, vefverslanir, innri kerfi og aðrar sérlausnir.

  • Bókhalds- og fjármálakerfi – Payday, DK, Uniconta, Ópus allt og önnur helstu bókhaldskerfi.
  • Vefverslanir og greiðslugáttir – WooCommerce, greiðslugáttir, pöntunarkerfi og netsöluumhverfi.
  • Launakerfi og mannauður – tengingar milli vinnustundakerfa, launakerfa og bókhalds.
  • Lager, birgðir og sölukerfi – samræming birgða, pantana og sölugagna á milli kerfa.
  • Þjónustu- og CRM kerfi – þjónustubeiðnir, viðskiptasaga og samskipti á einum stað.
  • Sérsmíðaðar innri lausnir – API tengingar við sérkerfi, innanhúslausnir og önnur tæki sem nota HTTP/REST API eða sambærilegt.

Möguleikar & viðbætur


Svona vinnum við með API tengingar


  1. Greining & kortlagning – við skoðum hvaða kerfi eru í notkun, hvaða gögn þarf að færa og hver niðurstaðan á að vera.
  2. Hönnun gagnaflæðis – við teiknum upp hvernig gögn eiga að fara milli kerfa, tímasetningar, villumeðhöndlun og öryggi.
  3. Þróun & prófanir – við smíðum API tengingarnar, prófum með raunverulegum gögnum og tryggjum rétta hegðun.
  4. Innleiðing – tengingin fer í notkun með skýrum ferlum og leiðbeiningum fyrir starfsfólk.
  5. Vöktun & viðhald – við fylgjumst með stöðu tengingar, bregðumst við breytingum á kerfum og uppfærum eftir þörfum.

Tilbúin(n) að láta kerfin vinna meira fyrir þig?


Ef þú ert með mörg kerfi sem tala illa saman, eða rekstir byggir á mikilli handavinnu í Excel og tvískráningu, þá getum við hjálpað til við að hanna og innleiða API tengingar sem létta álagið.