Vefmynd.net, með þér síðan 2007
Vefmynd.net er fjölskyldurekið tæknifyrirtæki sem var stofnað á Akureyri árið 2007. Frá upphafi höfum við haft mikinn áhuga á opnum hugbúnaði og lagt áherslu á að bjóða raunhæfar, öruggar og hagkvæmar tæknilausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Hugmyndin á bak við fyrirtækið var einföld: að gera góða tækni aðgengilega, án þess að fólk þyrfti að binda sig í dýrar áskriftir eða lokuð kerfi. Við höfum því frá fyrstu tíð hjálpað viðskiptavinum að færa sig yfir í opnar lausnir á borð við WordPress, Linux og LibreOffice. Sú leið hefur reynst mörgum vel og gert þeim kleift að byggja upp stöðugan rekstur án óþarfa mánaðarkostnaðar.
Á árunum 2009–2011 breikkaði starfsemin og við fórum að bjóða vefhýsingu og reka leikjaþjóna fyrir íslenska spilara. Þar á meðal voru vinsælir Counter-Strike og Call of Duty public-þjónar, auk Teamspeak- og Ventrilo-rása. Þessi þjónusta var öllum opin og án endurgjalds, knúin áfram af áhuga okkar á tækni og samfélagi. Þetta tímabil mótaði okkur mikið og styrkti þá sýn að góðar netlausnir snúist ekki bara um tækni, heldur líka um upplifun notenda.skapandi anda fyrirtækisins og sýndi að við höfum ávallt gaman af því að byggja og þjónusta netlausnir sem fólk notar daglega.
Árið 2012 flutti fyrirtækið starfsemina í Mosfellsbæ, þar sem hún hefur verið síðan. Þótt starfsemin hafi verið rólegri á árunum 2015–2024 héldum við áfram að fylgjast með þróuninni, prófa nýjar lausnir og styðja við viðskiptavini þegar á þurfti að halda. Í dag er Vefmynd.net aftur komið á fullt, með meiri reynslu og skýrari sýn en áður.
Í gegnum árin höfum við unnið að uppsetningu fjölda vefsíðna og vefverslana, bæði einfaldra lausna og flóknari kerfa með sérsmíðuðum virkni. Við höfum einnig sinnt ráðgjöf og uppsetningu net- og tölvukerfa fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir, oft með það markmið að losna undan kostnaðarsömum áskriftum og færa reksturinn yfir í opnar lausnir sem endast.
Í dag sameinar Vefmynd.net langa reynslu, frumkvöðlahugsun og fjölskyldugildi. Við trúum því að tækni eigi að styðja fólk í daglegu starfi, vera gagnsæ og áreiðanleg. Með heiðarleika, skýrri ráðgjöf og lausnum sem eru sniðnar að raunverulegum þörfum hjálpum við viðskiptavinum okkar að ná árangri til lengri tíma.
Þínar hugmyndir, okkar lausnir – og sameiginlegur árangur.

